Er bloggið dautt?
Ég finn fyrir vaxandi leiða í garð þessa bloggs míns. Etv. spilar þar inn í að ég er ekki í prófum, djöfulinn veit ég? Mér leiðist moggabloggið þrátt fyrir að vera ekki herstöðvaandstæðingur, mér finnst asnalegt þetta fréttalink til að komast á forsíðuna á mbl. Mér leiðist stjórnmálamanna blogg og núorðið er mér farið að leiðast fjölmiðlamannablogg.
Bloggið mitt er að vera fjögurra ára og þetta er búið að vera merkilegt úthald. Þrátt fyrir einstaka svívirðingar á síðu minni hef ég skrifað hverja einustu færslu allsgáð. Ég býð ekki í það ef konan hefði ætlað að segja fólki sannleikann á veraldrarvefnun eins og hún átti til hér í denn. Ég tala nú ekki um eftir að Bubbi er búinn að vinna meiðyrðamálið sitt, þá væri okkur hinum sannleiksmælandi sálum eigi lengur vært. En nú er ég andlaus og mér leiðist þetta.
<< Home