Sigur?
Það er ekki hægt að segja annað en að sigur hafi hlotist í klámfárinu ógurlega. Það lítur allavega út fyrir að ekki verði haldin nein klámráðstefna hér.
Að lokum verð ég þó að segja að ég skil ekki fólk sem er að agnúast út í það að ráðamenn þjóðarinnar og borgarinnar hafi sóað dýrmætum vinnutíma í það að lýsa andstöðu sinni við málið. Klám er ólöglegt á Íslandi og menn sem fara með löggjöfina í þessu landi eru að taka afstöðu gegn þessum iðnaði. Því ég ítreka það að þetta er bara svart eða hvítt. Ef þú ert ekki á móti þessu þá ertu að stuðla að þessu. Það er engin afsökun að þykjast vera hlutlaus bystander sem vill leyfa fólki að lifa sínu lífi eins og það kýs. Það þarf bara vitundarvakningu. Það þarf að uppræta þetta mein. Það er að alast upp kynslóð ungra drengja sem halda að stelpur séu kynóðar, fái fullnægingu við endaþarmsmök og elski að fá brund yfir andlitið. Svo fara þessir strákar í sambönd með ungum stelpum og upplifa höfnun af því að þeir fá ekki það sem "kynfræðslan þeirra" kenndi þeim að þeim bæri að fá í sambandi. Pressan er á stelpunum sem gera allan fjárann gegn eigin vilja til að þóknast, til að vera ekki taldar kynkaldar eða þurrkuntur og sjálfsvirðingin fer síminnkandi. Þetta er brenglun. Sjúkleg brenglun. Ég skammast mín bara EKKERT fyrir það að vera talin tepra sem horfir ekki á klám. Ég er bara nokkuð ánægð með það val mitt í lífinu.
<< Home