luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Vika búin á Kvennadeildinni og ekki eitt orð!

Það er ekki nokkur frammistaða. Það er búið að vera alveg hryllilega gaman, án efa með því skemmtilegasta sem ég hef gert í þessari deild. 3 Keisarar, 1 fæðing og bara líf og fjör. Ég er búin að vera mikið með Hildusi og hef verið að æfa mig í því að gynskoða hana. Það hefur bara gengið mjög vel. Mest hressandi var þó fyrsti fyrirlesturinn með Jens, þegar hann vatt sér inn, byrjaði að dreifa blöðum og sagði að nú yrði próf. Prófið var tíðahringurinn. Inn á blaðið áttum við að merkja hormón frá undirstúku, heiladingli og eggjastokkum og rissa létt gröf á tímaás sem sýndu hvar þau toppa og jafnframt hvað væri þá að gerast í legslímhúðinni. Svipurinn á hópnum var óborganlegur, en við sem erum með eggjastokka vorum þó sýnu skömmustulegastar. Það er soltið lummó að vera ekki með glóru hvað er á seyði. Mar kunni þetta reyndar upp á picomól í Clausus en það eru nokkur ár síðan það var. Jæja ekki batnaði það þegar hann spurði okkur út úr eitt og eitt í einu. Allir komust þó heilir og fróðari frá þessu. Þegar ég kom heim og sagði Dodda frá þessu þá sagði hann: "Æi já, ég hefði átt að segja þér þetta, hann gerir þetta á hverju ári."
Hvar er ávinningurinn af því að búa með Kandídat?