Nenniði að hætta að dýrka mig PLEASE!
Ég er mannvera!
Hjúkrunarfræðingar í USA standa að samtökum um birtingarmynd hjúkrunarfræðinga í fjölmiðlum. Ár hvert verðlauna þau þá sem að þeirra mati gáfu bestu myndina af störfum hjúkrunarfræðinga í fjölmiðlum en einnig eru veitt skammarverðlaun þeim sem draga upp skekkta mynd af hjúkrunarfræðingum. Má þar nefna þætti eins og Gray´s anatomy, ER og House. Þessum þáttum er fundið það til foráttu að læknar eru þar allt í öllu. Setja upp nálar, sjá um sálgæslu, fræðslu sjúklinga, og eru auk þess í heroic act við að bjarga lífum. Sem er náttúrulega sjúklega pirrandi að horfa uppá. Auðvitað eru það hjúkrunarfræðingarnir sem veita nærveruna. Inn á síðunni er hægt að smella á link og senda þar með tilbúið bréf til framleiðenda þessara þátta þar sem þeir eru beðnir um að hætta að draga upp þessa mynd af lufsulegum hjúkkum sem ekkert vita og geta. Hvet ég nú alla til þess. Því eins og forsvarsmenn samtakanna segja svo réttilega: Það er kominn tími til að upphafningu og dýrkun á læknum ljúki. Ég er hjartanlega sammála. Hættið að upphefja mig og dýrka. Farið heldur að upphefja og dýrka Gísla Kort. The Male Nurse. Það er sönn hetja. Hvað með það þó hann sé með leg? Hann er ekkert verri fyrir því. Spyrjið bara Þórólf.
<< Home