luxatio hugans

awakening

laugardagur, janúar 27, 2007

Áhugaverði dagurinn

Í fyrradag var súper jákvæði dagurinn í Ármúla. Slíkt þarf þessa dagana þegar námsefnið er ekki alveg að vekja lífsgleðina. Þá var bannað að vera neikvæður út í námsefnið, lífið og tilveruna og fólk varð að vera jákvætt í tali þann daginn. Ég var ásökuð um kaldhæðni í jákvæðu tali mínu, en það var þvættingur. Þetta gafst svo vel að daginn eftir, í gær, var úber súper jákvæði dagurinn. Sá var einnig frábær. Í dag er svo áhugaverði dagurinn. Svoleiðis að í stað þess að segja: "Rosalega er ömurlegt hvað það er mikið ósamræmi í fyrirlestrunum og fyrirlestraskránni í erfðalæknisfræði", þá má segja: "Það er áhugavert hvað það er mikið ósamræmi í fyrirlestrunum og fyrirlestraskránni í erfðalæknisfræði". Sálrænt er mjög mikill munur á þessu tvennu. Einnig eru margir áhugaverðir fyrirlestrar í augnlæknisfræði. Mjög áhugaverðir. Eða það er áhugavert hvernig fjallað er um efnið í þeim. Mjög áhugavert.
Ohh ég finn það á mér að þessi dagur stefnir í að verða áhugaverður.