luxatio hugans

awakening

föstudagur, janúar 26, 2007

Jarðkattastemning

Hér í Ármúlanum og á Barónstíg áður, er setið og lesið við borð með skilrúmum. Á venjulegum manni sem situr á eðlilegan hátt við borðið nemur efri brún skilrúmsins við ennið. Svoleiðis að, þegar einhver kemur labbandi inn í herbergið og maður vill vita hver er að koma, þá þarf að teygja úr hálsinum til að sjá með góðu móti hver er á ferðinni. Sumir eru alveg sjúklega fyndnir, (og forvitnir) þegar þeir teygja hausana yfir skilrúmin til að sjá hver er á ferðinni. Þetta minnti mig alltaf á eitthvað dýr, þegar ég kom labbandi inn í herbergið mitt á Baró og sá alla teygðu hausana koma upp á móti mér en ég var mjög lengi að kveikja á perunni á hvaða dýr. Svo allt í einu kom það. Það eru jarðkettirnir. Þessi hræðilega fyndu dýr sem standa á afturfótunum og reigja sig í allar áttir til að standa á verðinum fyrir hjörðina.
Það er rosa jarðkattastemning hér í Ármúlanum.