luxatio hugans

awakening

mánudagur, janúar 29, 2007

Hlutir sem skipta máli

Eftir gott samtal við Jóhann Vilhjálmsson á msn um hluti sem skipta máli í þessu lífi, þá hef ég komist að því að ein af stærstu mistökunum sem ég hef gert voru að fara ekki í tannlækninn frekar en lækninn. Það er miklu meira töff að útskrifast sem Cand. Odont heldur en Cand. med.
Þegar maður ber fram Cand. Odont með hæfilega miklu kokmælgi þá er eins og maður sé að mæla frönsku eða eitthvað álíka fínt. Hins vegar þegar sagt er Cand. med þá hljómar það eins og kantsteinn. Sem er ekki fínt.
Maður verður að lúkka sæmilega. Þetta snýst um það þegar allt kemur til alls.