Doddi litli ammilisbarn
Já eiginmaður minn á afmæli í dag, 28. janúar. Þegar maður er rauðhærður, landsliðsmaður á gönguskíðum og æfir sig á kirkjuorgelið full time, þá verður maður automatiskt og óumdeilanlega mjög töff. Þess vegna er það náttúrulega engin tilviljun að 28. janúar sé alþjóðlegi holdsveiki dagurinn. Á reiði guðanna sér engin takmörk?
Fyrsti til að óska Dodda til hamingju með afmælið var stimpilklukka LSH. "Sláðu inn kennitölu, til hamingju með afmælið, útstimplunin hefur verið skráð, góða helgi." Uhh takk kæra stimpilklukkukona. Ja, reyndar var Sævar Karl fyrstur, með sitt persónulega afmæliskort sem barst í vikunni. Kæri Þóroddur, til hamingju með afmælið á sunnudaginn, kveðja Sævar Karl. WTF??!! Er þetta að virka? Verða menn svo glaðir með afmælis og jólakortin að þeir versla meira?
Palli kom með marengstertu í gær sem er meter x meter og verður boðið upp á hana með leiknum í dag. Róbert vinur okkar og fyrrum nágranni af Eggertsgötunni ætlar að gefa Dodda sigur gegn Þjóðverjum í afmælisgjöf. Sjálf gaf ég honum veiðiferð með tveim rauðhærðum til viðbótar. Ég vona bara að þeir verði ekki fyrir aðkasti úti í ánni greyjin.
Ég ætla að hafa opið fyrir kveðjur til Dodda í dag.
Dúndurkveðjur úr Ármúla hressleikans.
12 Comments:
Til hamingju með eiginmanninn.
Til hamingju með afmælið! Trút trút!!
Kveðja frá hjónaleysunum í London.
Til lukku með afmælið Doddi. Þér finnst kannski gaman í dag en það verður enn skemmtilegra í sumar að vinna á sömu deild og ég.
kveðja þinn tilvonandi samstarfsfélagi B.
hringdi áðan til óska rauðhærðaskíðagönguspandexklæðandi töffaranum til hammara með ammara en sonur hans svaraði og tjáði mér að hann yrði ekki vakinn fyrr en búið væri að skreyta. Bauðst hinsvegar til að skila kveðjunni til hans. Snillingur. Ég ætla að hringja aftur á ettir og þakka fyrir
Til hamingju með daginn Doddi! Kanski þú getir notað fluguveiðistöngina sem þú lést börnin gefa mömmunni í afmælisgjöf þegar þú ferð í veiðiferðina frá henni.
Allý!!! Ég hefði gefið honum litun og plokkun eða kanski Bikiniwax;)
Þið eruð snillingar!
Kv,
Hnakkinn
Til lukku með daginn Doddi! Kveðja frá okkur öllum í Vættagilinu. p.s. Þori varla að nefna það við Allý hvað gerist í kynlífinu þegar aldurinn færist yfir svo ég geri það bara við þig...það verður bara betra en hún er kannski að fatta það blessunin. Njóttu dagsins.
Úff! Rígfullorðið fólk að gefa ráð um kynlíf. Hrollur.
Til hamingju með afmælið Doddi!!
Kveðja frá Nýja-Sjálandi,
Elva
Til hamingju með afmælið í gær Doddi! Gæti komið með ýmsar ráðleggingar og heilræði varðandi hækkandi aldur... held ég geymi þau gullkorn þar til á næsta afmæli ;-)
Kveðja, Kössin Heb & co
Til lukku med tugina Torolfur vinur okkar, fyrir okkur ertu gomul sal, kvedja fra Korturum
Better late than never!
Til hamingju með daginn Þóroddur og til lukku með Manninn Allý!
Kv. barbara.
Já, seint er svo sannarlega betra en aldrei!
Til hamingju með afmælið frændi sæll og til hamingju með veiðiferðina frá tjellingunni! Þetta verður alveg megagóð ferð og ef einhver fer að stríða okkur á því að við erum allir rauðhærðir þá svörum við fyrir okkur með því að útveiða allt og alla í kringum okkur big time auk þess náttúrlega að beita þá hina sömu andlegu ofbeldi eins og þér einum er lagið þegar að þér er vegið sakir öfundar vegna fallegs háralitar!
Doddi lengi lifi!
Húrra húrra húrraaaaaaa!
Jón Gunnar
Skrifa ummæli
<< Home