Nokkrir klukkutímar
í próf í erfðalæknisfræði og ég er að tryllast. Hvern get ég lamið? BHI er vissulega augljós kostur en SÁ er líka girnilegur kandidat. HPM og HG eru svo miklar kveifar að ég fer nú varla að vaða í þær hvað þá hina ljúfu HV eða DP sem er næstum eins viðkvæm og misskilin og ég. ÞH er flúin svo það er útrætt mál. Nei, ég hallast helst að BHI enda kom það fyrst upp í hugann og maður á alltaf að fylgja hugboðum sínum. BHI! Þú verður þokkalega laminn á eftir og bara vegna þess að mér leiðist að lesa undir erfðalæknisfræðipróf! Þeir sem segja að ofbeldi leysi engan vanda hafa bara ekki prófað það að lúskra á einhverjum til að fá útrás. Ofbeldi virkar fínt!!
<< Home