Píanistinn
Ingvar er nú á sínum þriðja vetri í píanónámi og þar áður var hann einn vetur í forskóla á blokkflautu. Þetta er massívt enda hefur það aldrei verið meiningin hjá okkur Þóroddi að koma einhverjum aukvisum eða meðaljónum á legg. Hann er orðinn býsna góður og farinn að spila lög sem eru virkilega skemmtileg, til að mynda er ég alltaf að biðja hann um að spila fyrir mig lagið sem hann á að æfa í þessari viku því það er alveg sjúklega kúl.
Þegar afhending tónlistarverðlaunanna var um daginn þá spilaði Víkingur Heiðar, mesta prodigy landins, eitt verk. Ég kallaði í Ingvar og spurði hann hvort hann væri jafn góður og Víkingur. Hann hlustaði á nokkra takta, hugsaði sig aðeins um og svaraði svo: Nei hann er aðeins betri en ég.
<< Home