luxatio hugans

awakening

föstudagur, mars 02, 2007

Sitji Guðs Englar

Bókaserían um krakkana í Hafnarfirðinum voru uppáhalds bækurnar mínar þegar ég var krakki. Ég las þær allar þrjár, aftur og aftur og aftur, þar til þær voru lausar úr kilinum. Því kættist ég ógurlega þegar ég las að það ætti að setja þetta upp í Þjóðleikhúsinu og byrjaði að undirbúa mig með því að lesa bækurnar fyrir Ingvar. Við grenjuðum úr hlátri kvöld eftir kvöld yfir blótsyrðum afans og hlökkuðum mikið til. Ég fór hins vegar ég fílu þegar ég sá að Brynhildur Einhversdóttir ætti að leika Heiðu en það yrðu börn í öllum öðrum hlutverkum. Þvílíkt klúður. Ég hef ekki enn nennt að fara, kallið mig langrækna, en mér finnst þetta bara svo hallærislegt að ég næ ekki upp í það, það er svo tilgerðarlegt að horfa á fullorðið fólk leika börn og fáir sem geta það. Svo les ég í dag að sýningum sé að ljúka og ég ætla að láta þetta líða hjá mér. Fer bara eftir 10 ár og vonandi verða þá börn í hlutverkum barna.