luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 14, 2007

Ester á ammili í da, alla daga.

Ester er svo fyndin þegar hún labbar um og segir í sannfærandi, glaðlegum tón: É á ammili í da. Og af því að ég er úber þroskuð þá finnst mér mjög gaman að svara henni með því að segja henni að hún eigi ekki afmæli í dag. Þá reynir hún að svara mér nokkrum sinnum enn glaðlegar og enn meira sannfærandi: É á ammili í da. En svo fer að þykkna í henni og hún fer að þruma: É Á AMMILI Í DA! Og það sem gellan getur orðið þungbrýnd, ég veit ekkert hvaðan hún hefur það.
Nema hvað að við fórum í sund um daginn og þegar við vorum að klæða okkur þá byrjar Ester að söngla þennan söng sinn um afmæli sitt og ég svara með uppteknum hætti. Jæja svo þegar við erum komnar í fötinn og ég vil fara að koma mér út úr klefanum þá er Ester að skríða inn í fataskáp og er að reyna að loka honum á eftir sér. Ég kalla í hana að koma núna en hún svarar: Nei! é á ammili í da! Þá var ég orðin óþolinmóð og segi frekar ákveðið: Ester þú átt EKKI afmæli í dag og KOMDU NÚ! Þá heyri ég tvær táningsstelpur hvískra sjúklega hneykslaðar: Oj ógeðslega leiðinleg mamma, segir bara við barnið sitt að hún eigi ekki afmæli. Ég sýndi hins vegar mikinn þroska þegar ég lét það vera að láta viðstadda vita að barnið á afmæli 24. október.