luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 14, 2007

Lýður Oddsson hver?

Það var humar í kvöldmatinn hjá læknahjónunum í gærkvöldi. Þetta er búið að vera svona frá því Doddi útskrifaðist, humar á þriðjudagskvöldum. Nei ég er að gera grín. Það var reyndar smá klúður sem orsakaði það að humarinn frá Flosa vaktmanni var borðaður á þriðjudegi. Eiginlega ber læknirinn sem fékk sverð í ennið á árshátið um síðustu helgi ábyrgð á því að það var humar í matinn í gærkvöldi. En á góðan hátt samt með dúndur veitingum á sunnudaginn. Já það er nú svo. Jón Gunnar kom og borðaði með okkur humarinn sem var guðdómlegur. Doddi og Jón eru rauðhærðir og virðast fíla það, allavega segjast þeir gera það, og þeir áttu ekki orð yfir kastaníubrúnum lokkum Eika Hauks í þessu myndbandi hans. Ég sver það að þeir voru klökkir þegar þeir ræddu þetta og gott ef ekki féllu nokkur tár. Ekki fer ég að grenja í hvert sinn sem kona með íslenska sauðalitinn á hausnum litar á sér hárið. Þá myndi ég ekki komast yfir neitt annað í lífinu en að grenja.