Tuttugastiogfyrsti mars
og litlu tvíbbar eiga afmæli í dag. Ninni reyndar líka ef ég man rétt. Ég man enn mjög vel eftir því þegar lille tvíbbs fæddust, báðir í langlegu, tvíburi A í höfuðstöðu en tvíburi B í sitjandi stöðu (veit þó ekki hvort um var að ræða Frank eða complete Breech), en ég man ekki neitt eftir því þegar Ninni fæddist. Já sumt man maður og annað ekki. Gaman að fara svolítið yfir það. Svona eins og að segja öðru fólki draumana sína. Það er eitthvað mesta anticlimax there is, antisocial jafnvel.
"Sko ég var heima hjá mér, en samt var þetta ekki heima hjá mér, og allt í einu kom amma sem er sko dáin en hún leit út eins og Hólmfríður frænka í draumnum........" Þetta er svona með taktlausari partýmúvum.
En þá að öðru. Stutt í próf í kvenna. Vá hvað kvennakúrsinn er án efa búið að vera það alskemmtilegasta sem ég hef gert. Brilliant. Og jafnframt eina ástæðan fyrir því að ég hef þolgæði fyrir óléttusögum vinkvenna minna, en hálfur Rokkklúbburinn er vanfær eða nýbúinn að eiga, hálf órokkað eitthvað en meira að segja Courtney Love og Ellý í Q4U urðu óléttar svo þetta gerist.
En áfram að prófinu. Við erum semsagt mætt í Múlann sem ýmist heitir Partý Múli eða Fúli Múli eftir því hvernig liggur á okkur að loknu verknámi og fyrirlestrum rúmlega fjögur á daginn. Í dag var Partý Múli og þá er nú glatt á hjalla. Allavega er glatt á mínum bás. Ég ætla að fresta Kýpurferðinni minni um 3 daga til að klára prófið en þá verð ég líka 100% skemmtilegri og afslappaðri á Kýpur og það mun gleðja alla viðstadda. Svo enn og aftur er ég óeigingjörn og alltaf að hjálpa öðrum. Er það nema von að að ég blómstri þessa dagana eins og blóm sem vex upp til þess eins að vera étið af öðrum, litríkt og ilmandi.
<< Home