luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, júlí 31, 2007

Umferðaröryggi

Að mínu mati er það gáleysislegur framúrakstur sem er það hættulegasta við akstur á þjóðvegum landsins. Því veldur tvennt. Fáránlegir vegir í fyrsta lagi og fólk sem keyrir of hægt í öðru lagi. Það er ekki fólk sem keyrir á 100-110 sem er að valda hættum á þjóðvegunum. Það er liðið sem dólar sér í 70-80 sem veldur því að fólk gefst upp á endanum og reynir framúrakstur við ótryggar aðstæður. Mér finnst það bara nokkuð skiljanlegt. Sjálf tek ég aldrei frammúr nema ég sjái engan bíl svo langt sem augað eygir, en stundum er ég orðin æf af road rage, sérstaklega á milli Hveragerðis og Selfoss þar sem er ekki séns að taka frammúr og fólk virðist hafa sérstaka unun af því að keyra á 70.
Það er sannfæring mín að tvöföldun þjóðvega og hækkun leyfilegs hámarkshraða í 100 amk. muni draga úr banaslysum í umferðinni.
Og þá ætti umsvifalaust að sekta slóða á vinstri akrein og sömuleiðis bíla með tengivagna.
Ohh hve lífið væri dásamlegt ef allir færu að tilmælum mínum.