Hugleiðing um fréttir
Það hefur aldrei brugðist að ef fjallað er um einhvern atburð í fréttum þar sem ég veit málavöxtu þá er fréttin röng. Nú í morgun hlustaði ég á frétt um bílveltu í Gnúpverjahrepp í gærkvöldi og hvert einasta litla smáatriði í fréttinni var rangt. Eða nánast. Samt gleypi ég við öðrum fréttum þar sem ég veit sjálf ekki málavöxtu eins og heilögum sannleik. Svo fór ég að pæla. Hverjar eru þá líkurnar á því að þar sé rétt farið með staðreyndir? Ég er svosem ekkert svakalega paranojuð um einhverja ritskoðun hér á klakanum en vinnubrögð virðast í það minnsta óvönduð. Það pirraði mig til dæmis að lesa um ána Missisippi á forsíðu mbl.is í morgun. Hver skrifar þetta?
<< Home