luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

Sóun á tíma

Ég er fylgjandi jafnrétti kynjanna. Ég vil að dóttir mín eigi alla sömu möguleika og sonur minn. Ég vil vera með sömu laun og Doddi fyrir sömu vinnu. Ég var svona gella sem var úber hrædd við að láta bendla mig við feminisma. Ég væri sko ekki þröngsýn öfgapíka. En ég var svo lánsöm að hafa látið það út úr mér í návist Vaffarans að ég væri ekki feministi. Hún tók mig á teppið og ég fattaði að ég hafði aldrei vitað hvað orðið þýðir. Að feminsti væri einstaklingur, karl eða kona, sem vill jafnrétti kynjanna, gerir sér grein fyrir að jafnrétti er ekki náð og vill gera eitthvað í málunum. Uhh þá hlaut ég að vera annað hvort feminsti eða fáviti og fávita vil ég ekki kalla mig.
Að þessu sögðu verð ég að tjá mig um það að ég er yfir mig hneyksluð á umræðu á Alþingi um það hvort við hæfi sé að klæða ungabörn í bleikt og blátt eftir kyni á fæðingardeildum sjúkrahúsa landsins. Það skiptir máli að vita hvort kynið þetta er, hvort sem notað er bleikt og blátt eða grænt og gult eða bara whatever! Mér finnst að þjóðkjörnir fulltrúar okkar eigi að finna sér eitthvað betra við tíma sinn að gera. Og best að kóróna það með beinni útsendingu RÚV frá fæðingadeildinni! Er fólk að tapa vitglórunni?