Akkuru, akkuru, akkuru spilar maður Risk við vini sína og fólk sem manni þykir vænt um? Næst þegar ég spila Risk, þá verður það við einhvern sem ég hata nú þegar. Ég hata mótspilara mína í Risk, þegar einhver segir æ,æ, grey þú, þegar hann vinnur mann í kasti (Bóbó biatch). Nei án gríns, þetta er ekkert smá persónulegt. Pör eru með hótanir um kynlífsbindindi og alls kyns öðruvísi andlegt ofbeldi. Ég tilkynnti, hátíðlega með grátstafinn í kverkunum og eldrauð í framan af reiði, að ef ég myndi þurrkast út í næstu umferð, þá færi ég heim OG TÆKI SPILIÐ MEÐ MÉR!!! Nokkrum umferðum seinna var ég farin að skammast mín og sagði; vá hvað það var fyndið þegar ég hótaði að fara með spilið heim, he he. Það er bilað hvað maður getur orðið tapsár.
sunnudagur, mars 23, 2003
Tenglar
- B.
- Fótboltasögur SiljuSt
- Auja og Gísli í USA
- Hnakkinn
- Svala
- Cousin
- Baddi
- Promazin
- Jón Gunnar
- Hadda
- Robbi
- Villi
- Siggi
- mbl
- Eyjan
- Fésbókin
- Gmeil
- GOOOOOOGLE
- Baggalútur
- Er Erik ekki fallegt nafn?
- Ég var að skoða atvinnuauglýsingar á job.is Það va...
- Ég komst að því í gær að ég er ekki góður innanhús...
- Hefur einhver átt bíllausan vin, og svo allt í ein...
- Snilldar frétt í Fréttablaðinu bls.15. Rómeó og Jú...
- Berglind vinkona mín og götufélagi í Barmahlíðinni...
- Ég gleymdi að segja frá því hvað ég átti góða stun...
- Held að mér hafi ekki gengið rosa vel í smásjárpró...
- Djöfulsins snilld var Hlemmur í gærkvöldi. Vona að...
- Fór á fyndnustu mynd sem ég hef séð lengi í gærkvö...


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home