luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, mars 18, 2003

Ég gleymdi að segja frá því hvað ég átti góða stund að maula súkkulaði með henni Huldu í ergometriunni. Ég hef sjaldan upplifað betri stund.
Ég fór í Kringluna í gær. Hver kannast ekki við að sjá gamlan skólafélaga úr menntó sem maður þekkir ekki neitt lengur og veit ekki hvort maður á að heilsa eða ekki. Svo heilsar maður og þá er það alltaf sama kjaftæðið. Hæ hvað segiru? Hvað fórst þú að gera? En gaman jarí jarí jarí. Gaman að sjá þig, heyrumst. Svo labbar maður inn í 17 og viti menn þarna er viðkomandi líka. Maður brosir kurteisislega og kinkar kolli, eða kemur með lummu "hva, ertu alls staðar?". Svo undir lokin þá fer maður í Hagkaup að grípa eitthvað í matinn og það bregst ekki að viðkomandi er í grænmetinu. En þá sleppir maður að kaupa papriku, læst sem maður sjái ekki viðkomandi og fer eins hratt og maður getur á kassann og kaupir paprikuna í 10-11 á leiðinni heim. Hugleiðing: Borgar það sig að heilsa gömlum menntaskólafélaga?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home