Ég komst að því í gær að ég er ekki góður innanhússarkitekt. Ég var eitthvað að skipuleggja baðið mitt og eitthvað virðist ég ekki hafa góða rýmdarskynjun því ég sá fyrir mér skápa og skúffur á stöðum sem Þóroddur benti mér á að væru ekki til. Dæmi: Þá höfum við skápinn hér. Nei þá er ekki hægt að opna þvottavélina. Nú þá hef ég hann hér. Þá er ekki hægt að opna þurrkarann. Nú þá set ég hann hinum megin við vaskinn. Nei þá opnast ekki hurðin fram. Þangað til að ég öskraði á hann að það væri greinilegt að hann vildi enga innréttingu!!!! Ég þoli ekki svona praktískar athugasemdir þegar ég er með draumóra. EN.... svo rann mér æðið og þá sá ég að sennilega er betra að geta opnað þvottavélina. En ég lýsi eftir innanhúsarkitekt.
miðvikudagur, mars 19, 2003
Tenglar
- B.
- Fótboltasögur SiljuSt
- Auja og Gísli í USA
- Hnakkinn
- Svala
- Cousin
- Baddi
- Promazin
- Jón Gunnar
- Hadda
- Robbi
- Villi
- Siggi
- mbl
- Eyjan
- Fésbókin
- Gmeil
- GOOOOOOGLE
- Baggalútur
- Hefur einhver átt bíllausan vin, og svo allt í ein...
- Snilldar frétt í Fréttablaðinu bls.15. Rómeó og Jú...
- Berglind vinkona mín og götufélagi í Barmahlíðinni...
- Ég gleymdi að segja frá því hvað ég átti góða stun...
- Held að mér hafi ekki gengið rosa vel í smásjárpró...
- Djöfulsins snilld var Hlemmur í gærkvöldi. Vona að...
- Fór á fyndnustu mynd sem ég hef séð lengi í gærkvö...
- Einmitt! (með Geiraáherslu) Sverrir er hetja. Hann...
- Er hægt að heyra "it ain´t easy growing up in a fa...
- Gegt ammili hjá Sólveigu í gær. Takk fyrir veiting...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home