luxatio hugans

awakening

föstudagur, október 17, 2003

Oft er talað um það hvað unglingarnir eru óalandi og óferjandi, en ég ætla rétt aðeins að fjalla um hvað gamalt fólk getur verið óalandi og óferjandi. Engin gremja þó! Ég var að fara í skeifuna áðan, og er að fara út úr hringtorginu í fullum rétti þegar gömul kona undir stýri var hér um bil búin að drepa mig. Ég legg á planinu fyrir framan Hreyfingu, Faxafeni, og þar sem ég er að labba yfir planið kemur einn gamlinginn á fleygiferð á Hyundai Accent, og er hér um bil búinn að keyra á mig. Augnaráðið benti til þess að ég hefði ekkert erindi að vera að flækjast þarna á bílaplaninu. Hvað er annars málið með gamla kall á Accent?? Var tilboð til ellilífeyrisþega? Þegar ég var búin í Hreyfingu þá fór ég í Bónus, Faxafeni. Þar stóð ég í röð við kassann og gömul hjón voru í röðinni fyrir aftan mig. Maðurinn fyrir framan mig er að tína upp á bandið og ég bíð róleg, og þá er farið að ýta kerrunni aftan á kálfana á mér. Ég mjaka mér ögn framar og fæ umsvifalaust gulu bónuskerruna í kálfana aftur. Ég sný mér við með vandræðalega "égkemstekkiframarbrosið" og fæ "hættuþessuandskotanshangsieðafarðuúrröðinnilúkkið" frá þeirri gömlu með kerruna. Það var frekar vont að vera með kerruna í kálfunum. Og svo var mér ýtt í burtu því ég var alltof lengi að kvitta á debetnótuna og færa mig frá svo annað þeirra gæti stillt sér upp við endann á bandinu, tilbúið með gulan bónuspokann. Mig langaði að biðjast afsökunar á tilveru minni og fara svo í bílinn og gráta. EN ég gerði það ekki. Það er idol í kvöld og þá er maður glaður!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home