Þegar ég er að labba með Ingvar á leikskólann þá er ég að reyna að koma einhverri umferðarvitund inn í hausinn á honum.
Og eitt af því er að sjálfsögðu að stoppa við gangbraut og líta til beggja hliða. Að einu hef ég komist. Íslendingar stoppa ekki fyrir börnum sem standa við gangbraut. Sem mér finnst argasti dónaskapur. Sjálf stoppa ég og hleypi fólki yfir á gangbraut. Ekki vegna þess að ég telji mig fullkomna, heldur vegna þess að ég hélt að það væri bara ein af þessum óskrifuðu reglum sem allir þekkja og allir fylgja. Eins og að fara í röð og ryðjast ekki framfyrir. Maður gerir það bara. Það er enginn að framfylgja því, það þarf einfaldlega ekki. En það er ekki hinn almenni skilningur Íslendinga að það eigi að stoppa fyrir börnum sem bíða við gangbraut. Skrítið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home