luxatio hugans

awakening

mánudagur, nóvember 10, 2003

Mér finnst þetta svo áhugavert land sem við búum í. Mér finnst svo áhugavert að það þurfi að fara fram þjóðarsöfnun til að koma á fót stofnun eins og Sjónarhóli. Persónulega finnst mér að þetta sé stofnun eða miðstöð sem ætti að vera til staðar án þess að almenningur sé að vasast í því. Við erum með heilbrigðis og félagsmálaráðuneyti og mér finnst að þeir ráðunautar sem þar starfa hefðu átt að komast að þessari niðurstöðu fyrir löngu síðan og hrinda henni í framkvæmd. Ekki langþreyttir foreldrar með langveik börn. Mér finnst líka áhugavert að nobody fyrirtæki eins og Flotmúr ehf gaf 400.000 og Vífilfell gaf 500.000. En það er nú bara hugurinn sem skiptir máli, ekki upphæðin. Right?
Mér finnst líka áhugavert að tækjakaup á ríkisspítölunum séu fjármögnuð af félögum sem eru búin að standa einhversstaðar með basar og selja kökur og handavinnu. Hvað verður þá um tækjakaupin ef þessar ágætu konur taka sig til og nenna þessu ekki lengur?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home