Ég bæti inn link á minn ágæta fornvin og bekkjabróður, Jóhann Þórsson.
Með því verður að fylgja afar eftirminnileg saga af þeim ágæta dreng.
Þetta var þegar við Kristín bjuggum saman á vistinni í MA og þar bjó einmitt líka téður Jóhann. Eitt kvöldið sem oftar var legið inni á herbergi og kjaftað og menn voru orðnir syfjaðir og rómó og við fórum að trúa hvert öðru fyrir því sem við elskuðum mest af öllu í heiminum. Ég ætla að sjálfsögðu ekki að gera sjálfri mér né Kristínu þann grikk að rifja okkar hluta upp, en hér kemur Jóhanns. Hann sagði okkur að þegar hann hefði búið úti í Ísrael, þá hafi hann átt páfagauk. Svona risastóran og flottan (eins og KÍKÍ í ævintýrabókunum) sem gat talað. Hann sagði okkur að honum hefði þótt meira vænt um fuglinn en nokkuð annað og hann vissi hreinlega ekki hvað hann hefði gert ef eitthvað slæmt hefði hent fuglinn hans. Við Kristín vorum hljóðar af lotningu en spurðum að lokum hvað hefði orðið af fuglinum. "Ég seldi hann"
Hey einnig verður að fylgja með ástæða þess að maðurinn var aldrei nokkurn tímann kallaður nokkuð annað en "Jói Krói" Það er ekki vegna þess að hann hafi verið svo krakkalegur, heldur vegna þess að hann kom í MA beint frá Króatíu þar sem hann hafði átt heima með foreldrum sínum. Króatía, Ísrael......... Pabbi hans vann hjá SÞ. Þar hafið þið það.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home