luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, janúar 01, 2004

Þá er nýtt ár gengið í garð og tókst mér að afreka það á hálfri mínútu að segja lélegasta brandara ársins, 2004. Eða svo segja drengirnir sem ég eyddi áramótunum með. Við snæddum kalkún, eða réttara sagt 1/12 úr kalkún. Ragnar fékk það hlutverk að versla kalkún og hann keypti 8 kílóa kalkún. Sem sagt 2 kíló af kalkún á mann!! Þessi kalkúnn verður í matinn næstu daga og er það vel. Jæja, jæja gleðilegt nýtt ár allir saman.

Í lokin verður að fylgja nýtt gullkorn frá Ingvari. Við vorum að horfa á sjónvarpið og það er auglýsing frá GREASE. Þá segir Ingvar: Ég vildi óska að Birgitta og Jónsi væri foreldrar mínir!! Diss eða?! Enda fær hann hvorki vott né þurrt í marga mánuði, ef hann verður svangur og biður um eitthvað að borða þá segi ég honum bara að fara til Birgittu og gá hvort hún sé ekki til í að gefa honum að borða. Og hana nú!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home