luxatio hugans

awakening

mánudagur, febrúar 23, 2004

Á laugardaginn var heljarinnar matarboð nostalgíunnar. Gamlir félagar úr MA að hittast og rifja upp gamla tíma. Mættir voru:
Berglind
Kristín
Harpa
Robbi
Raggi
Siggi
Allý
Doddi
Rifjaðar voru upp skóladagbækurnar sem við Begga eyddum miklum tíma í að skrifa gullkorn eftir bekkjafélaga okkar og kennara allan menntaskólann. Ef einhver sagði eitthvað fyndið þá rákum við Begga upp píkuöskur og skríktum: "þetta verður sko skrifað!" Siggi Bjarklind, sem kenndi okkur efnafræði, var ansi liðtækur í gullkornunum og það fór ekki framhjá honum, frekar en nokkrum, að við skrifuðum niður allt bullið. Einu sinni sagði hann extra grófan brandara, og svo sneri hann sér að okkur og kallaði: "Stelpur! Þið skrifið þetta ekki!" En það gerðum við.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home