luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Verð.........að..........blogga...........

Hey, hér kemur eitt. Athyglisgóðir hafa líklega tekið eftir ákalli mínu til Sigurðs Reynis í síðustu færslu. Fylgir hér ein lítil góð saga af umræddum Sigurði en er þó af mörgum að taka. Þessi saga hefur verið sögð áður. Ég sagði móður Sigurðs hana sjálf, þá var ég á 12. glasi eða svo og fannst það ákaflega viðeigandi. Well.

Umræddur Sigurður er ákaflega myndarlegur maður en hefur þann hvimleiða (nei djók, uber skemmtilega) ávana að geifla sig ógurlega. Hann getur lagt ennið við hökuna og minnir þá óneitanlega á Beavis, í Beavis and Butthead. Eitt sinn var ég í bíl með móður minni og systur í miðbæ Akureyrar. Við keyrðum framhjá nætursölunni þar sem strætó stoppar þegar systir mín stynur hálf andstopp: "Guð, mamma sérðu manninn í strætónum?" Móðir mín lítur á manninn og segir svo í hluttekningartón: "Þetta er bara þroskaheftur maður, Þórgunnur mín. Það eru ekki allir heilbrigðir." Við þetta lít ég upp og sé Sigurð vin minn liggja upp að rúðunni í strætó, með eina af sínum ógurlegu grettum, veifandi eins og brjálaður maður til að fanga athygli mína.

Þessa sögu ákvað ég að móðir hans Sigurðs vildi heyra og nú þið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home