luxatio hugans

awakening

föstudagur, mars 19, 2004

Það var alveg hrikalega gaman að horfa á Borgarholtsskóla sigra MR í Gettu betur í gærkvöldi:) Spenningurinn í mér var þvílíkur, það var engu líkara en að minn eigin frumburður væri í liði Borgarholtsskóla. Sem hann er ekki. Og þá spyr maður sig, hvort þessi ákafa, sterka, yfirþyrmandi löngun til að sjá MR detta út sé ef til vill eitthvað sjúkleg?? Og enn og aftur get ég sagt NEI. Ég er að læra læknisfræði og það hefur ekkert verið fjallað um það að þetta sé pathological eða abnormal ástand. Ergo þetta er normal.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home