luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Bónus ætlar að gefa 15 milljónir til góðgerðamála í tilefni af 15 ára afmæli fyrirtækisins.
Í mars einum komu 460000 viðskiptavinir í Bónus. Ef hver og einn verslar fyrir ca. 5000, eins og ég geri oft, (Margir fyrir 1000 en margir fyrir 10000) þá komu inn 2,3 milljarðar, bara í mars. Þá á eftir að kaupa inn vörur blablabla........ Whatever.
En eftir 15 ára samfellda velgegni ætlar Bónus að styrkja nokkur góðgerðamálefni um 15 milljónir, semsagt reytingur hingað og þangað.
Mér finnst þetta bara ekkert merkilegt, mér finnst þetta ekki nokkurt einasta örlæti og mér finnst hallærislegt að fara með það í fjölmiðla að maður sé að styrkja góðgerðarmálefni. Nafnlaus framlög eru gefin af góðum hug. Auglýst framlög eru .......... jú, bara auglýsing.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home