Þegar ég kom heim áðan, þá beið mín Fréttablaðið niðri. Ég las forsíðuna á leiðinni upp, enda ágætt að hafa eitthvað að gera þessar fjórar hæðir. Þá rek ég augun í fyrirsögn á forsíðu: Brynja X. Vífilsdóttir: Fer kannski á leik með Real Madrid. Hvur andskotinn. Ég sem ætlaði kannski í sund og enn hafði enginn blaðamaður haft samband. Þegar ég svo las sjálft viðtalið var mér allri lokið. Brynja X. fyrrum sjónvarpsþula og fyrirsæta, það veit sem sagt enginn hvað hún gerir í dag, eða þá að það skipti ekki máli. Hún stefnir að því að opna Karen Millen búð í Madrid, hún er ekki komin með húsnæði. Hún ætlar líklega út að borða í kvöld og kannski á leik með Real Madrid en það þótti henni ekki líklegt. Aðspurð var enginn afmælisdagur öðrum eftirminnilegri. Undir þetta afar upplýsandi og gefandi viðtal fór hér um bil öll blaðsíða 18. Jahérna. Þið ykkar sem haldið að ég sé bitur af því að ég sé svo ljót. Hoppið upp í r........ á ykkur. Ég er dead sexy, og verð flottari og flottari með hverju árinu. Auk þess hef ég heila sem ég get notað og hvað getur maður haft það betra en það??
þriðjudagur, apríl 13, 2004
Tenglar
- B.
- Fótboltasögur SiljuSt
- Auja og Gísli í USA
- Hnakkinn
- Svala
- Cousin
- Baddi
- Promazin
- Jón Gunnar
- Hadda
- Robbi
- Villi
- Siggi
- mbl
- Eyjan
- Fésbókin
- Gmeil
- GOOOOOOGLE
- Baggalútur
- Ég kom ein suður í gær, Doddi og Gaggsi urðu eftir...
- Upp hefur komið algengur misskilningur varðandi sí...
- Þórgunnur systir mín er "snillingur". Hér kemur lí...
- Í dag er ég ákaflega þakklát fyrir að vera ekki pi...
- Ég var á uhh.... áhugaverðum fundi með kennslustjó...
- Ég er 15 mánaða, eða 456 daga gömul í dag:) Í gærk...
- Frábært!! Nú fær Doddi flog.
- Ég fékk undarlegt símtal. Maður í Síma: Þóroddur,...
- Ég gabbaði Dodda nett í gær. Ég fór með Ingvar í 5...
- Ég er með eina góða sögu. Eini gallinn er sá að ég...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home