luxatio hugans

awakening

sunnudagur, apríl 11, 2004

Þórgunnur systir mín er "snillingur". Hér kemur lítil saga af því.
Mamma hafði heyrt Þórgunni fárast yfir því að hitt og þetta lægi á klámbekk. Mamma leiðrétti hana og sagði að þetta væri ekki klámbekkur heldur glámbekkur. Þórgunnur var bara: "Ó, ég hef alltaf haldið að það væri klámbekkur, ég hef alltaf sagt það" Við fórum náttúrlega að böggast í henni, hvað væri eiginlega að henni? Hvað hélt hún að klámbekkur væri? Fannst henni það ekkert furðulegt? Þá klykkti manneskjan út með snilldinni. "Sko, ég hélt að þegar maður setur hlut á eitthvað sem er bert, eins og bert borð, þá væri það klámbekkur. Af því að klám er bert............
Þarna lákum við niður í gólfið af hlátri, hvernig er annað hægt??!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home