luxatio hugans

awakening

mánudagur, desember 13, 2004

Gott múv Doddi!!!

Ég sit hér hjá honum Palla mági mínum og fæ að blogga. Sjálfur lærir Páll undir stærðfræðipróf á hlýrabol (nammi namm), með teygju í úfnu hárinu og órakaður. En hvað um það, hann er ekkert verri fyrir vikið.
Og því sit ég nú hér og blogga?
Jú hann Doddi mitt gerði gott mót í netviðskiptum um daginn. Lét blekkjast til að skipta um adsl tengingu eftir eitt símtal frá sleezy sölumanni. Sjálf var ég alsæl þar sem við vorum áður, aldrei neitt vesen. Og afleiðingarnar eru netleysi sem ætlar mig brjálaða að gera. Fékk símtal frá OG VODAFONE þar sem þeir spurðu hvort það væri rétt að við værum að hætta hjá þeim því þeir hefðu fengið uppsagnarbréf frá samkeppnisaðila. Jú, ég sagði þeim það að það væri víst rétt, en fannst ég samt þurfa að taka það fram við manninn að það hefði verið maðurinn minn en ekki ég sem vildi skipta. Var eitthvað að bonda við gæjann. Þá spurði hann hvort hann mætti spyrja um ástæðuna fyrir því að við hefðum hætt, hvort við hefðum verið óánægð. Þá fór ég að vorkenna honum og fullvissaði hann um að ég hefði verið hæstánægð og ítrekaði að það hefði verið maðurinn minn en ekki ég sem skipti. Fannst eitthvað mikilvægt að manninum líkaði vel við mig. Og þegar hann kvaddi sagðist hann vonast til að fá okkur aftur yfir til sín seinna. Og ég sagðist líka vona það, og var klökk. Vildi bara að þið vissuð að BT-net er einum viðskiptavininum fátækari aftur eftir ömurlega þjónustu við að koma þessu helvíti í gagnið og OG VODAFONE ég er að koma til baka!! Verst að gaurinn sem hringdi í mig les örugglega ekki bloggið mitt.