luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Gubb

Stelpudagar í Sambíóunum. Góðu kvikmyndirnar sem boðið er uppá. Ég held að jafnréttisfulltrúi háskólans ætti að æsa sig yfir því að Sambíóin skuli flokka kvenþjóðina sem hálfvita, og láta saklausa læknanema í friði. Fyrir þá sem geta ekki fylgst með æsispennandi spjallinu á spjallrásum læknanema, þá er jafnréttisfulltrúi háskólans að ærast yfir brenglaðri jafnréttisvitund læknanema. Ég vissi ekki einu sinni að ég hefði jafnréttisvitund, fyrr en að mér var bent á að hún væri brengluð.
Málið er allt hið hlægilegasta. Í nokkur ár hefur verið farið í mjög skemmtilega ferð út úr bænum með annars árs læknanema til að þjálfa þá fyrir kynfræðsluna sem við erum með í framhaldsskólum landsins. Það gerum við btw í sjálfboðavinnu. Í ferðinni eru workshop ýmiskonar en einnig var farið í leiki til að hrista þetta aðeins upp og hafa gaman. Oftar en ekki er kynlíf og kynsjúkdómar einhvers konar útgangspunktur leiksins til að reyna að gera þetta sem frjálslegast og afslappað enda verið að búa læknanema, sem alla jafna hafa ekki talað mikið um kynlíf, undir það að fræða unglinga um það. Þá er mjög mikilvægt að læknaneminn fari ekki að roðna og blána í fræðslunni. Öllum aspectum kynlífs var velt upp og fólk látið mynda sér skoðun á öllum andskotanum til þess að standa svo ekki á gati ef spurningin kæmi upp í skólunum. Og trúið mér.......ég hef fengið ótrúlegustu spurningar.
Jæja áfram með smjörið. Í ferðinni var farið í ratleik. Á einni stöðinni var verkefnið að semja klámvísu, í þeim tilgangi sem rakin var hér að framan. Að gera þetta eðlilegt og afslappað og hafa gaman. Af einhverjum ástæðum barst áðurnefndum jafnréttisfulltrúa ein slík vísa í hendur. Og guð minn góður, viðkomandi ærðist. Þusti á deildarfund læknadeildar og krafði forsvarsmenn deildarinnar og kennara svara um það hvers konar lýður þetta væri í deildinni. Hún spurði kennara hvort þeir yrðu varir við þessa hegðun nema í tímum. HAHAHAHA. Svo fór jafnréttisfulltrúinn inn á vefinn okkar og finnst eitthvað óviðeigandi hvernig við kynnum okkur þar??
En ég vil fá að vita þetta? Yrði allt vitlaust ef verkfræðinemar eða lögfræðinemar myndu semja klámvísu í Þjórsárveri? Hefur einhver áhuga á því hvernig þeir kynna sig á vef nemendafélagsins. Nú, árið 2005, þegar búið er að þvo mestu helgislepjuna af læknum, er þá samt hægt að ætlast til þess að læknanemar séu eitthvað andlegra fólk en gengur og gerist. Ja, maður spyr sig.