luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Ísland í bítið

haha ég er að kafna úr hlátri við að hlusta á Svövu í 17 syngja "I will survive" í karoke keppninni í Ísland í bítið. Váá, hvað þetta er lélegt, vona svo sannarlega að konan hafi húmor fyrir sjálfri sér. Þetta var öllu betur gert hjá mér og Kristínu Lindu og Belee um árið. Jamm. Annars horfum við Ester Helga á Ísland í bítið á hverjum morgni núna. Ekki misskilja mig, að sjálfsögðu á ég við seinni sýninguna sem er frá 10-12. Við erum ekki vaknaðar klukkan 7.00. Ég er ekki frá því að ég sé betur upplýst um samfélag mitt, við það að horfa á þennan þátt. Púlsinn tekinn. Annars er það nú meira þannig að það er kveikt á sjónvarpinu á meðan við sinnum okkar daglegu athöfnum mæðgurnar. Það er ekki svo mikið þannig að ég poppi og komi mér fyrir í sófanum fyrir framan Ísland í bítið. Bara svona til að fyrirbyggja alla fordæmingu sem var í uppsiglingu.
Annars er ég haldin áráttu og þráhyggju. Ég leiðrétti málfar fólks, í huganum, á meðan ég hlusta á það tala. Það er þreytandi. Og þá getur það verið dauði að hlusta á Ingu Lind. Maður er bara uppgefinn.