slef
Ég slefaði yfir fréttablaðinu í dag þegar ég las um miðlægt ryksugukerfi. Þá er eitt ryksugu unit, í bílskúrnum eða eitthvað, og svo liggja rör í öllum veggjum hússins, og svo stingur maður bara ryksugubarkanum í samband í vegginn OG RYKIÐ FER ÚT ÚR HÚSINU. Ohhhh um mig fer unaðshrollur. Hægt er að hafa innstungu í eldhúsinnréttingunni og þá sópar maður bara brauðmylsnu og öðru í átt að innstungunni. Ég finn einhverja undarlega lostatilfinningu. Ætli það sé eðlilegt?
Buddurnar Barbara og Hrefna Díana eru að byggja sér. Ég fæ þær til að fá sér svona og lifi svo drauminn í gegn um þær. Aumt en skárra en ekkert.
<< Home