luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 16, 2005

Ég elska

lagið Mandy þegar Barry Manilow syngur það sjálfur. Blue eiga ekki roð í hann. Þegar Doddi hringir í mig kemur lagið Mandy í símann. Það er saga á bak við það. Þóroddur er furðulegur eins og áður hefur komið fram á netsíðu þessari. Hann er í einhverjum netklúbb sem skiptist á píanónótum á netinu (eða svo segir hann mér), og svo gubbast út píanaónótur úr prentaranum mínum dag og nótt. Ég hafði einhvern tímann á orði að mér fyndust þetta ekki nógu matjó lög sem hann væri að ná sér í, en þegar ég sá að prentarinn var að prenta Mandy með Barry Manilow var mér allri lokið. Síðan þá hefur Þóroddur fengið hringinguna Mandy þegar hann hringir í mig. Þannig að það er engin sæt rómantísk saga á bak við það. Hreint og klárt diss, eins og mér er von og vísa.
Og hvað kveikti færslu þessa? Manilow er í Opruh.