luxatio hugans

awakening

sunnudagur, júlí 03, 2005

Gubb

Það er ógeðslega dimmt og drungalegt, geðveikt rok og viðbjóður. Mig langar í amerískar pönnukökur með smjeri og syrópi. Ein er samt að fíla þetta og það er hún Ester Helga sem sefur aldrei betur í vagni en einmitt þegar hann gengur allur til í rokinu og regnið glymur á skyggninu. Maður dauðskammast sín að láta annað fólk sjá að barnið sofi úti í þessu veðri. En þetta vill hún. Skrítna barn.
Hitt skrýtna barnið mitt var uppi á Kárahnjúkavirkjun í gær. Þegar frænka hans spurði hann hvað hann vildi í síðbúna afmælisgjöf frá henni, svaraði hann: "Ja......... mér finnst eiginlega best að vera á sólstól á pallinum hjá afa Jóa." Frænkan stóð eftir hvumsa og veit eigi hvort hún á að gefa pall eða sólstól nema þá hvoru tveggja sé. Auðvelt að gera syni mínum til geðs. Það er liðin tíð þegar Baldur hringdi af sjónum og spurði Ingvar hvað hann vildi í 4 ára afmælisgjöf. Þá var svarið: "Dauðann, gráan fisk."
Ég er enn í náttbuxunum enda sé ég ekki nokkra ástæðu til þess að klæða mig á þessum leiðinlega degi. Aðra sögu er að segja af honum Þóroddi mínum sem er búinn að bjarga einu mannslífi í dag, í orðsins fyllstu. Kallinn fór bara á ljósunum inn á Akureyri. Ussss..... Tom Cruise hver?