luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Fyndnisökker

Ég hef alltaf verið sökker fyrir fyndnu fólki. Ég er ófyndna gellan sem á fyndna vini því ég hef alltaf klesst mér á fólk sem kemur mér til að hlæja. Ég á bara erfitt með að komast í gegn um heila kvöldstund með fólki sem er að spjalla á alvarlegu nótunum. Ekki um ALVARLEGA hluti en án alls gamans þó. Í þeim samkomum spring ég oft og kem með kaldhæðnislega fyndni og uppsker augnaráð frá samkomugestum sem einungis langveikir fá.
Þess vegna á ég mér nýtt idol. Idol sem kemur mér til að iða af tilhlökkun og flissa ofan í bringuna. Það er hann Guðmundur Steingrímsson sem er með kvöldþáttinn á sirkus. Mér finnst hann alveg á "held vart þvagi" leveli. Bakþankarnir hans á Fréttablaðinu eru líka alltaf tilhlökkunarefni. Þegar við vorum að æfa fyrir MORFÍS þá voru svona morfísnörd (köllum við þau ekki nörd Hadda??) sem kunnu allar ræður mörg ár aftur í tímann. Þá fékk ég að heyra margar fyndnar tilvitnanir í Guðmund Steingríms áður en ég vissi hver maðurinn var. En nú hefur það sannað sig að maðurinn er einfaldlega fyndinn. Ég vildi óska að hann vildi vera vinur minn. En annars ætti ég ekki að vera að kvarta. Við fengum Kristínu og Björgvin í heimsókn í gærkvöldi og Björgvin sagði mér sögu af saur sem ég hló mig máttlausa af. Áfengisdauði veldur nefnilega skertri stjórn á hringvöðva sem anus nefnist og sætar stelpur eru jafn útsettar fyrir því og aðrir. Hehehehe......