luxatio hugans

awakening

föstudagur, júlí 29, 2005

Fjölmiðlablogg

Hver sá Þórönnu Páls segja veðurfréttir á RUV í gærkvöldi? Það var eins og hún tæki út fyrir að segja spána fyrir helgina. Alltaf með einhverjar athugasemdir um þessa blessaðu helgi sem væri enn eina ferðina að renna upp. Svo dæsti hún í gríð og erg. Ég sárkenndi í brjósti um konuna.

Að því loknu kom að Eyrúnu að kynna kastljós kvöldsins. Drottinn guð á himnum hvað konan er málhölt. Tafsandi var gott orð sem ég heyrði um daginn. Einmitt um Eyrúnu. Það á vel við. Í nokkur skipti greip hún líka frammí fyrir Simma og ég beið eftir að hann myndi rjúka í hana. Hann hefur sjaldan verið svona tæpur í útsendingu. Grey kallinn. Ef það yrði selt inn á svona fighting í hringnum á milli þeirra tveggja, þá myndi ég halda með Simma.