Safnadagurinn
Skruppum yfir Lágheiði á Vesturfarasafnið á Hofsósi í gær. Það var mjög flott og ég mæli hiklaust með því nema ef þið þyrftuð á skipta á barni á Hofsósi. Það er ekki hægt. Nema í aftursætinu á Volvo V40. Hehe ótrúlegt samt að þegar ég hringdi í 118 til að komast að því hvort það væri ekki sundlaug eða íþróttahús eða eitthvað þarna, þar sem hægt væri að skipta á barni, þá svarar gella sem var frá Hofsósi. Tilviljun eða æðri máttur?
Mér fannst samt eitthvað svo sorglegt að vera þarna á safninu. Það eru svo miklar hörmungar á bak við hverja fjölskyldu sem fluttist þarna út. Fátækt sem rak fólk af stað, barnadauði á leiðinni yfir hafið og endalaust strit þegar til fyrirheitna landsins var komið.
Jamm.
<< Home