Róbert vinur minn bloggar hvað Napoleon Dynamite er fyndin mynd. Þar sem mér finnst fátt betra en að veltast um af hlátri, hugsaði ég með mér að ég gæti ekki látið þessa mynd framhjá mér fara. Áfangastaðurinn var Ásvideo á Dalvík þar sem Ólafsfjörður býr ekki svo vel að hér sé videoleiga. Það er líka í lagi þar sem sjónvarpsgláp er undan rifjum djöfulsins runnið. Þar sem að umrædd mynd var ekki sjáanleg í fljótu bragði var grennslast fyrir um hvort hún væri ef til vill í útleigu í augnablikinu. Nei. Skýringin var önnur. Eigandanum hafði borist til eyrna að þetta væri svo hrútleiðinleg mynd að hann ákvað að versla hana ekki inn. Jahá. Þar sem forvitnin er núna að drepa mig verð ég líklega að leigja hana á Akureyri. Sem er verra. Dagsektir fattiði.
<< Home