luxatio hugans

awakening

föstudagur, júlí 08, 2005

Af blúshátíð

Sjæse hvað ég fór á góða tónleika í gærkvöldi. Ég er enn að jafna mig. Hafiði upplifað það að vera stödd á einhverjum viðburð og vorkenna öllum sem eru ekki þar? Þannig leið mér í gærkvöldi. Aumingja, auminga allir sem voru ekki þarna. Það var upphafskvöld Blúshátíðar norðursins í Ólafsfirði. Ég hafði alls ekkert frekar hugsað mér að borga mig inn á tónleikana í gærkvöldi, hafði eiginlega bara hugsað mér að vera á röltinu um bæinn um helgina án þess að borga endilega fyrir það, hehehehe. Ég vissi líka að Friðrik Ómar frá Dalvík væri aðalnúmer kvöldsins og þó mér þætti hann svosem ágætur þá er enginn spámaður í sínu heimalandi eða heimabyggð í þessu tilfelli.
Þegar ég var svo á röltinu í gær og var búin að mæta bæði Jóni Ólafs og Samma í Jagúar þá fóru að bærast í mér efasemdir hvort ég væri ef til vill að missa af einhverju??? Las mér til og sá að Friðrik Ómar var búin að setja saman Big Band með Jóni og Samma, Pétri úr Buffinu, Róbert Þóhalls og fleiri þungavigtarmönnum og auk þess voru Regína Ósk, Margrét Eir, Heiða idol og Alma Rut í bakröddum og ætlaði gaurinn að vera með Elvis Presley tribute. Nú fílaði ég alls ekki Elvis Presley en hugsaði með mér að það gæti ekki sakað að sjá þetta. SEM BETUR FER!! Það bara gerðist eitthvað rosalegt þarna í gærkvöldi. Friðrik Ómar var rosalegur og honum bara óx ásmegin þegar leið á kvöldið og toppaði í lokalaginu. Honum tókst að gera mig að Elvis aðdáanda eftir kvöldið. Skrítið að sjá lög sem maður hefur heyrt milljón sinnum eins og All shook up og hrífast frá toppi ofan í tær. Ef þetta lag hefði komið í útvarpinu í bílnum, hefði ég mjög sennilega skipt um stöð. Og þetta gerðist bara hvað eftir annað........... nú skil ég af hverju þessi útúrdópaði offitusjúklingur var svona dáður. Ef hann hefur verið hálft eins góður og Friðrik Ómar (sem hann mjög sennilega var:) ) með hálft eins gott sveifluband fyrir aftan sig og bakraddirnar shit!! Þá skil ég núna í fyrsta skipti af hverju fólk flykkist á Graceland og grenjar.
Og bakraddirnar................... maður fattar það aldrei nema á live tónleikum hvað flottar bakraddir eru sjúklegar!!
Jæja ég ætla að ljúka þessari ruglingslegustu færslu minni ever. Svona gerist bara þegar maður verður swept away. Takk Friðrik Ómar og þið hin. Þetta voru án efa albestu tónleikar sem ég hef farið á. Kalt mat!!