Napoleon Dynamite
Eftir hið sjokkerandi kvöld þegar við komumst að því að Ásvideo verslaði ekki inn Napoleon Dynamite, þá tók Doddi þá taktík að spyrja alltaf hvort Napoleon Dynamite væri nokkuð inni, þegar hann fór að leigja spólu. Aumingja eigandinn var orðinn hálf hvumsa, en viti menn, þegar ég hljóp yfir götuna og á videoleigu í gærkvöldi, blasti við mér glænýtt og glansandi hulstrið af Napoleon Dynamite. Eftir að hafa skrækt eins og smápíka á Bítlatónleikum með hulstrið í hendinni, ákvað ég að leigja hana ekki. Doddi gat nebblilega ekki horft með mér í gærkvöldi. Eftir æsilegt plott og fjölskylduflækjur æxlaðist atburðarásin samt þannig að ég leigði myndina seinna um kvöldið. Þá var klukkan orðin margt og ég endaði á því að sofna yfir myndinni. Þetta er eins og að hafa beðið eftir áramótunum á gamlársdag þegar maður var krakki. Eftir að hafa hoppað og skoppað af æsingi allan daginn var maður sofnaður fyrir miðnætti með skotblysagleraugun á andlitinu. Allavega engir flugeldar í gærkvöldi. Djö.......
<< Home