luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Erfiðistu fæðingahríðir

sem ég hef upplifað var ekki að koma börnunum mínum í heiminn, heldur að koma filippeysku húshjálpinni minni til landsins. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn heitir Lydia Surban Capritit, hugguleg filippeysk kona með BA próf, sem ætlar að koma og taka að sér skyldur heimilisins í vetur. Við Þóroddur hrúgum nefnilega bara niður börnum í synd og stöndum svo ráðþrota frammi fyrir því hver eigi að hugsa um þau. Jæja um tíma leit út fyrir að hún Lydia tæki það að sér en ég er farin að efast. Ég er orðin örvæntingarfull af allri þessari skriffinnsku. Hvað varðar útlendingastofnun um það hvaða skónúmer maðurinn hennar notar??!! Er einhver sérsök færni í að drepa menn með skóm sem eru af ákveðinni stærð? Ja, maður spyr sig.