Get ekki orða bundist
hvað mér finnast foreldrar sem fara með börnin sín á fótboltamót og detta í það á tjaldstæðunum aumkunarverðir. Það er nýafstaðið Nikulásarmót í Ólafsfirði og fylleríið á fullorðnu fólki sem á að heita að vera að fylgja börnunum sínum var viðbjóðslegt. Fyrir hvern er verið að fara á svona mót? Ömurlegt er til þess að hugsa að það séu börn sem dauðkvíða fyrir því að keppa á fótboltamótum af því að foreldrarnir geta ekki verið til friðs. Hálfvitar!!
<< Home