luxatio hugans

awakening

mánudagur, júlí 25, 2005

Soccermom

Fékk að vera soccermom um helgina þegar Ingvar keppti á sínu fyrsta fótboltamóti. Það var hið árlega Strandamót. Veðrið lék við okkur og það var rosalega gaman að horfa. Ingvar var í lélegra Leiftursliðinu, sem er bara allt í lagi eftir samtals 6 vikna fótboltaiðkun. En það sem var líka skemmtilegt við það að vera ekki í erfiðasta riðlinum, var að þá voru þeir líka að vinna leiki. Þeir unnu 3 leiki og töpuðu 2. Ingvar skoraði 4 mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri, tvisvar. Sem er kúl og maður varð að vanda sig að verða ekki grobbinn:) Annars var guttinn í primadonnuleik, lá frammi og var ekki mikið að hjálpa til í vörninni. En þetta var gaman.

Svo fékk ég tvær góðar vinkonur úr leynifélaginu að sunnan í heimsókn. Þessar uber svölu konur gerðu ofsalega mikið fyrir mig og björguðu ef til vill einhverjum lífum með komu sinni:)

Líf og fjör.