luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, september 28, 2005

Andinn

Jæja það hlaut að koma að því að andinn kæmi yfir mig. Mér er ekki búið að þykja gaman á bæklun en þó er vert að koma jákvæðum punktum að.
Halldór Jónsson jr. Orthoped er snillingur. Fyndnari og almennilegri mann er erfitt að finna. Hann spilaði stóran þátt í, að þrátt fyrir að finnast bæklun hundleiðinleg, ákvað ég að vinna seminar hjá honum. Þar spilaði líka inní Sigurveig barnaorthoped. Ég fékk að fylgjast með henni meðhöndla klumbufætur á pínulitlum börnum og þar með var seminarið komið. Gott dæmi um það hvað einstaklingar skipta miklu máli í að vekja áhuga manns á einhverju efni.
Svo má ekki gleyma Jóhanni Róberts handakirug. Hann er búinn að vera óendanlega hjálpsamur og aðgerðirnar sem ég var í með honum voru þær skemmtilegustu. Já og hnéprothesan með Svavari. Hún var skemmtileg. Bíddu hvað er að gerast hérna?! Jákvæðar minningar streyma fram. Þetta kallar maður að skrifa sig therapheutiskt frá hlutunum. Best að halda áfram. Ásgeir deildarlæknir sem stakk mig af á fyrstu vaktinni er búinn að vera rosalega skemmtilegur síðustu daga. Og síðast en ekki síst eru Tóti, Maggi, Heiðdís og Bjarki búin að vera æði. Var ég að vinna einhver verðlaun?