NEI!!
Ég er með zero tolerance fyrir bíómyndum sem byggðar eru á bók en geta ekki fylgt söguþræðinum. Eða það sem verst er, breyta endinum!! Þegar ég var barn las á Kalla og Sælgætisgerðina milljón og 50 sinnum. Þetta var uppáhaldsbókin mín. Þegar ég frétti að hún væri að koma í bíó fékk ég tár í augun af gleði og flýtti mér að lesa ég hana fyrir Ingvar svo við gætum farið saman á myndina og haft gaman af.
Tim Burton klúðraði þessu feitt. Hafi hann skömm fyrir. Meira að segja Ingvar fattaði það. Hvað var fólk sem ekki er í bókinni að gera í myndinni? Af hverju voru Úmpalúmparnir í latexgöllum að syngja techno? Af hverju var Willy Wonka svona illa innrættur? Af hverju sást ekki Kalli í myndinni? Allt valid spurningar.
<< Home