Óþægindi
Ég finn til óþæginda daginn fyrir próf. Raunar er næst síðasti dagur fyrir próf, síðasti dagur fyrir próf hjá mér, því ég verð svo ómöguleg síðasta daginn fyrir próf að hann er gagnslaus. Ég geng um gólf, sest svo niður og fletti geðsýkislega í gegn um bækur og möppur og rýk svo á fætur og geng meira um gólf. Ég hringi aldrei meira í fólk en einmitt á svona dögum, og finn mér verkefni sem hafa lengi setið á hakanum og þarfnast tafarlausar úrlausnar. Þetta er glatað. Ég fæ því færri upplestrardaga en samnemendur mínir vegna fötlunar minnar.
Ég er að fara í próf á morgun, þess vegna er ég í tölvunni. Ég þarf að stroka rosalega mikið út, því ég geri svo mikið af innsláttarvillum með ísköldum og skjálfandi fingrum mínum. Ég er líka pínu dofin á vörunum og svo þarf ég að gubba. Hverjum þykir ekki gaman að lesa færslu þessa? Dauðans próf.
<< Home