luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Vantaði bara derið??

Skruppum í Húsasmiðjuna í dag, skötuhjúin með Ester með okkur. Þar var allt að fyllast af jóladóti og þar sem dóttirin var hress með þetta, þá var tekið nett tékk á jólaglingrinu. Þar voru meðal annars jólasveinabúningar, bæði á kríli og fullorðna, og fullt af jólasveinahúfum af öllum stærðum og gerðum. Vöktu þó sérstaklega athygli mína sérkennilegar jólasveinahúfur sem voru í tugatali á rekka einum. Þegar ég fór að skoða þetta nánar, þá voru þetta jólasveinahúfur með deri og teygju aftan á hnakkanum. Ég setti eina slíka á mig og í sömu andrá fékk ég svona flass upp í hugann af spikfeitum bjórdrykkjumanni að halda jólin hátíðleg í glaðasólskini með því að grilla ofan í famelíuna fyrir framan hjólhýsið. Hrollur..........
Það er pottþétt að það vaknaði einhver mjög timbraður og sagði við konuna sína: "Elskan, væri það ekki magnað ef maður gæti verið jólalegur með derhúfu? Hey!!!!!!!!!!!!!!! Ég veit.................."